Nýtt ítalskt rauðvín hlýtur Gyllta glasið
Rauðvínið Cubardi frá Schola Sarmenti, sem er nýtt á Íslandi, hefur hlotið Gyllta glasið, verðlaun Vínþjónasamtaka Íslands.
Fyrstu vínin frá víngerðinni, sem þegar hafa unnið til margra verðlauna í heimalandinu, komu til Íslands fyrir aðeins rúmu ári. Reyndist Cubardi eitt allra vinsælasta nýja rauðvínið í Vínbúðunum strax þá um jólin.
Alls voru fleiri en 100 vín tilnefnd og smökkuð í keppninni að þessu sinni, en Cubardi var á meðal einungis tíu rauðvína sem unnu til verðlaunanna.
Að fá þennan þekkta gæðastimpil voru virkilega ánægjuleg tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að eðli máls samkvæmt er þetta í fyrsta sinn sem vín frá þessari víngerð er tilnefnt til Gyllta glassins.
Fleiri en hundrað vín tilnefnd
Frá Puglia á Suður-Ítalíu
Cubardi kemur frá víngerðinni Schola Sarmenti, sem er í bænum Nardò í Puglia-héraði á Suður-Ítalíu.
Farin var löng leið til að heimsækja framleiðandann, til að bragða á þessu víni og ganga úr skugga um að það ætti vel við vínunnendur á Íslandi.
Verðlaun vínþjónasamtakanna eru enn ein staðfestingin á að sú ákvörðun hafi verið rétt, en vínin frá Schola Sarmenti hafa hlotið mjög góðar viðtökur Íslendinga á undanförnum mánuðum.
Vínin frá Schola Sarmenti má finna í völdum Vínbúðum.