Tvö vín frá Schola Sarmenti hljóta Gyllta glasið
Tvær tegundir víns frá Schola Sarmenti hafa hlotið Gyllta glasið, verðlaun Vínþjónasamtaka Íslands, fyrir árið 2025.
Rauðvínið Cubardi hlýtur verðlaunin annað árið í röð, eftir að hafa verið tilnefnt í fyrsta sinn í fyrra, og hvítvínið Ambáce hlýtur þau eftir að hafa nú í ár verið tilnefnt í fyrsta sinn.
Fyrstu vínin frá víngerðinni, sem hafa unnið til margra verðlauna í heimalandinu, komu til Íslands fyrir aðeins tveimur árum. Reyndist Cubardi eitt allra vinsælasta nýja rauðvínið í Vínbúðunum strax þá um jólin.
Að jafnaði eru fleiri en 100 vín tilnefnd og smökkuð í keppninni um Gyllta glasið, eða aðeins brot af úrvali Vínbúðanna.
Þá fá aðeins fimm hvítvín verðlaunin og tíu rauðvín.
Að fá þennan þekkta gæðastimpil eru því virkilega ánægjuleg tíðindi, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða tiltölulega ný vín á Íslandi, frá lítilli víngerð og samkeppnin mikil.
Fleiri en hundrað vín tilnefnd
Frá Puglia á Suður-Ítalíu
Vínin koma frá víngerðinni Schola Sarmenti, sem er í smábænum Nardò í Puglia-héraði á Suður-Ítalíu.
Farin var löng leið til að heimsækja víngerðina, bragða á víninu og ganga úr skugga um að það ætti vel við vínunnendur á Íslandi.
Verðlaun vínþjónasamtakanna eru enn ein staðfestingin á að sú ákvörðun hafi verið rétt, en vínin frá Schola Sarmenti hafa hlotið góðar viðtökur Íslendinga.
Vínin frá Schola Sarmenti má finna í völdum Vínbúðum.